Kænunámskeið fyrir reynda siglingamenn

/ maí 18, 2011

Tveir eftirsóttustu kænuþjálfarar landsins, Snorri Valdimarsson og Martin Swift, verða með námskeið fyrir „reynda siglingamenn“ (=siglingamenn sem eru of þungir fyrir optimist) í Nauthólsvíkinni (Ými) frá næstu helgi og fram í næstu viku. Nánari upplýsingar er að finna hérna. Þetta lítur svo sannarlega út fyrir að vera uppskrift að fjöri þrátt fyrir dálítinn kulda í kortunum, og um að gera fyrir Brokeyinga að rifja upp gamla kænutakta fyrst bryggjumál kjölbáta eru í þessum járnum.

Óldbojsklúbbur Brokeyjar gerir ráð fyrir góðri mætingu enda menn þar vel einangraðir og því ekki vanir að setja smákulda fyrir sig.

Nýtt! Eins og kemur fram í athugasemdum hér fyrir neðan hefur verið ákveðið að fresta þessu námskeiði fram í júní. 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>