Kænunámskeið í sumar

/ maí 18, 2011

Brokey verður með fimm kænunámskeið í Nauthólsvík í sumar fyrir krakka á aldrinum 10 til 15 ára þar sem áhersla verður lögð á siglingaíþróttina, öryggisatriði og almenna sjómennsku. Þessi námskeið hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár og þeir krakkar sem ljúka vissum fjölda námskeiða geta orðið hluti af æfingahóp félagsins.

Frekari upplýsingar um námskeiðin er að finna undir Kænudeild->Námskeið 2011 hérna á bakborða. Skráningareyðublaðið er hér. Munið að skrá börnin í tíma þar sem í ár verða færri námskeið en síðustu ár.

Share this Post