Námskeið 2009

/ mars 8, 2009

Haldin verða námskeið og æfingar fyrir krakka á aldrinum 10-15 ára. Mikil áhersla verður lögð á siglingaíþróttina á þessum námskeiðum. Eftir námskeið gefst tækifæri á reglulegum æfingum til skemmtunar eða keppni.

SIGLINGANÁMSKEIÐ

Kænur – virka daga kl. 13.00–16.30
Námskeiðstími: 5 dagar
Staðsetning: Brokey, Nauthólsvík
Kennt verður á Optimist, Laser og Topper Topaz báta.
Farið verður í helstu atriði hvað varðar siglingar, öryggisatriði og almenna sjómennsku.
Þetta námskeið er fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Hámarksfjöldi: 10 þátttakendur.
Verð á námskeiðunum er 8.000 kr. (innifalið í verði er námsefni).

DAGSKRÁ 2009

8. júní – 12. júní                kl: 13:00 – 16:30
15. júní – 20. júní              kl: 13:00 – 16:30
22. júní – 26. júní              kl: 13:00 – 16:30
29. júní – 3. júlí                 kl: 13:00 – 16:30
13. júlí – 17. júlí                 kl: 13:00 – 16:30
20. júlí – 24. júlí                 kl: 13:00 – 16:30
27. júlí – 31. júlí                 kl: 13:00 – 16:30
10. ágúst – 14. ágúst         kl: 13:00 – 16:30

SKRÁNING

Skráning er hafin og ganga skal frá greiðslu við skráningu. Hægt er að skrá sig með því að fylla út skráningarblaðið, með því að senda tölvupóst á netfangið skraning@brokey.is eða í síma 895 1551. Foreldrar eru hvattir til að skrá börnin tímanlega á námskeiðin.
 

Share this Post