Kaldir karlar

/ desember 4, 2006

{mosimage}Nú er ég aftur orðinn kaldur kall. Nýjasta kæliaðferðin kom þó verulega á óvart. Kallinn med stóru Kái, rauk aftur á og skellti niður baðstiganum, skaust svo framhjá okkur í kokkpittinu og hálfkallaði; „þið sækid mig ef ég missi af honum“…



Rauk fram í stafn og stökk fyrir borð. Báturinn, á 5,5 mílna ferð á mótor. Kallinum skaut aftur upp við miðjan bát, greyp strax nokkur sundtök, náði í hornið á baðstiganum og hífði sig upp í einni hreyfingu. „Maður má ekki bíða með að hífa sig upp, það er svo erfitt að rífa sig upp á móti straumnum“ sagði hann „og ekkert hik, fimm sekúndna hik og þið tapið af stiganum“. Ég þorði ekki öðru en að teyja mig í olíugjöfina og hægja á bátnum niður í 4 hnúta áður en ég stökk. Alsber. Maður verður ad vera alsber því straumurinn við baðstigann rifur af manni buxurnar. Svo stökk maður aftur og aftur og þetta vandist. Fín kæliaðferð. Ekki nema 3000 metrar niður á botn svo það er ekkert að óttast nema ef það væru önglarnir á færunum sem hanga aftur úr bátnum.


Einn önglanna setti í ca 50 kílóa Seglfisk, þennan með háa ugganum frá höfði og aftur úr, sem veiðimenn vilja láta taka mynd af sér með. Hann stökk þrisvar sinnum næstum loðrétt upp í loftid og það var eins og hann dansaði á sporðinum ofan á haffletinum. Hann hafði bitið á smáfiskalínuna, sem ekki þoldi þessi ósköp og slitnaði. Þessir fiskar, ásamt Sverðfiskinum og Bláa Marlin, eru raunar ekki goðir matfiskar. Sportveiðimenn borga þó heil ósköp fyrir að komast í svona veiði. Raunar veiddist enginn fiskur í gær. Óvenjulegt, en þetta kemur fyrir. Svo við urðum að láta okkur nægja Spaghettí Bolognese með raunðvíni í kvöldmat – já það er erfitt líf að vera í langsiglingum.


kveðjur frá 4 50,6n 141 21,5e 24.11.2006 11:27


Magnús Waage

Share this Post