Kemur allt með kalda vatninu

/ október 6, 2006

Hafnarstarfsmenn voru of fljótir á sér að loka fyrir vatnið á bryggjurnar. Vatnið er komið aftur á.
Eins og margir hafa tekið eftir, þá þarf að fara í gegnum vinnusvæði verktakanna til að komast út á Ingólfsgarðinn. Það er óttalegur subbuskapur í þeim, en þeir hafa lofað að taka tillit til okkar. Þeir loka girðingunni, eða hliðinu eftir vinnu, en það er ólæst. Við höfum að sjálfsögðu heimild til að fara þarna í gegn en erum beðin um að loka á eftir okkur til að takmarka óviðkomandi umferð um svæðið.

Share this Post