Keppnin er hafin

/ maí 21, 2009

Nú er keppnissumarið hafið. Það er ljóst að eins og önnur sumur verður hart tekist á um fyrstu sætin. Strákarnir á bláa X bátnum voru allt síðasta sumar að læra á bátinn eins og við var búist og fleiri áhafnir voru sömuleiðis í sama hlutverki. Nú í sumar bætast væntanlega fáir bátar við af skiljanlegum ástæðum. Það verða því vanar áhafnir á fleyjum, sem þeir þekkja og kunna vel á, sem takast á um titlana.

Það er ljóst að Besta liðið tekur sér frí þetta sumarið og ætlar bara að vera í krúsing, kemur kannski í eina og eina keppni.

Dögunar liðið ætlar hins vegar að mæta andstæðingum sínum af áður óþekktri hörku og miskunnarleysi þar sem ekkert verður gefið eftir.

 

Þessi mynd náðist af einum áhafnarmeðlim á Dögun eftir keppni nýlega. Það þarf kannski ekki að taka það fram að þeir unnu ekki.

Share this Post