Keppnisreglurnar útskýrðar

/ mars 1, 2010

Eins og fram hefur komið hérna í skilaboðaskjóðunni verður Þytur með námskeið næsta þriðjudag í nýju kappsiglingareglunum frá ISAF sem tóku gildi í fyrra og munu gilda til ársins 2012. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef Þyts. Námskeiðið er haldið í tilefni af því að SÍL er nýbúið að gefa út íslenska þýðingu á reglunum sem hægt er að sækja hér. Eins hefur Viðauki M um kærunefndir verið þýddur.

Það er því ágætis ástæða til að hressa aðeins upp á reglufærnina. Til dæmis er hægt að byrja á léttum spurningaleik með því að smella á myndina hérna fyrir neðan og horfast í augu við ómælisdjúp eigin vanþekkingar.

 Síðan er bara að leggjast yfir bæklinginn og ef það nægir ekki til að slökkva fróðleiksþorstann þá ætti Case book að duga jafnvel hörðustu lestrarhestum vel fram á sumar.

Share this Post