Kjölbátanámskeið 2010

/ febrúar 17, 2010

Hásetanámskeið Brokeyjar.

Í sumar heldur Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey verkleg siglinganámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Námskeiðið miðar að því að nemendur verði hæfir sem hásetar á seglbátum.

Meðal atriða sem verður farið yfir eru:

 • Stjórnun segla með tilliti til vindstefnu.
 • Að stýra eftir vindi og áttavita.
 • Helstu umferðarreglur á sjó.
 • Notkun björgunarvesta og líflína.
 • Meðhöndlun reipa og helstu hnútar.
 • Öryggistækin um borð neyðarblys, kastlína, slökkvitæki og talstöð.
 • Að bregðast við ef maður fellur fyrir borð.

Boðið er upp á eftirfarandi námskeið:

 • 10. maí – 13. maí
 • 17. maí – 20. maí
 • 24. maí – 27. maí
 • 31. maí – 3. júní
 • 7. júní – 10. júní
 • 14. júní – 17. júní
 • 21. júní – 24. júní
 • 28. júní – 1. júlí
 • 5. júlí – 8. júlí
 • 12. júlí – 15. júlí
 • 19. júlí – 22. júlí
 • 26. júlí – 29. júlí
 • 2. ágúst – 5. ágúst
 • 9. ágúst – 12. ágúst
 • 16. ágúst – 19. ágúst

Kennt er mánudags, miðvikudags og fimmtudagskvöld, samtals um 10 klukkustundir.

Sigurvon er af tegundinni Secret 26. 

Mæting á bryggju klukkan 18:00 Ingólfsgarður, Reykjavíkurhöfn

Hámarksfjöldi á hvert námskeið: 5 þáttakendur. Ef veður hamlar er föstudagskvöldið haft til vara.

Nemendum gefst kostur á að taka þátt í þriðjudagskeppnum félagsins.

Verð fyrir námskeiðið er 25.000 kr. Hægt er að skrá sig með því að fylla út skráningarformið.

Þegar staðfesting berst skal ganga frá greiðslu með millifærslu, annars er plássið ekki frátekið.

Hægt að senda fyrirspurn á: skraning@brokey.is og fá upplýsingar í síma 895 1551

Í sumar verður hægt að leigja bátinn með skipstjóra. Hámark 4 þátttakendur. Verð fyrir 3 tíma siglingu er 25.000 kr.

Share this Post