Það freistar margra að sigla í sól og sumaryl. Sumir kaupa sér skútu, eða hlut í skútu erlendis. Önnur leið er að leigja skútu. Víða um heim eru reknar skútuleigur, stórar og smáar. Þær safnast helst á fallega staði sem gaman er að sigla um.

Skútuleigur bjóða uppá mismunandi leigu á skútum.
Þegar skúta er leigð svokallað Bareboat, sér maður um sig sjálfur og ræður för. Oft setja leigurnar þó bann við ákveðnum svæðum sem geta reynst viðsjárverð. Bareboat veitir mikið frelsi til að haga seglum eftir vindi (í víðustu merkingu), sigla til þeirra staða sem mest heilla og staldra við lengur þar sem maður kann vel við sig. Leigurnar gera flestar eða allar kröfu um siglingakunnáttu. Hversu mikla og hvaða sönnur maður þarf að færa fyrir sinni kunnáttu er misjafnt.

Flotilla er skipulögð hópsigling. Hver sér um sig og sína skútu en siglt er skv. plani skútuleigunnar. Nokkurs konar andamamma frá skútuleigunni siglir með flotanum. Þar um borð er siglingastjóri (e. Navigator), gestgjafi (e. Host(-esse)) og reddari (e. Engineer) sem getur lagað allt. Þetta veitir ákveðið öryggi þegar siglt er um ókunnar slóðir. Í staðinn kynnist maður fólki frá öllum heimshornum sem hefur sama áhugamál. Stundum hafa þessar flótillur þemu s.s. menningu eða kappsiglingar. Ekki er gerð rík krafa til siglingareynslu.

Svo er það Crewed yachts, þar sem áhöfn fylgir skútunni, oftast skipstjóri og þerna. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af nokkrum sköpuðum hlut, nema kannski að sólbrenna. Það er meira að segja eldað ofan í mann. Engrar siglingareynslu er krafist.

Hér eru tenglar á skútuleigur sem okkur hefur verið bent á:

 


Seaways Sailing
http://www.seaways-veinoglou.gr/

 


Katcharter
www.katcharter.no
Einnig má hafa samband í síma 0047 + 92636969.
Íslensk 40 feta tvíbytna í Noregi.

 


Christopher Columbus III
www.cc3.dk
Dönsk 45 feta skúta sem hægt er að leigja í Danmörku.

 


The Moorings
www.moorings.com
Ein af stóru leigunum. Hefur allar stærðir og gerðir víða um heim. Þeirra stærsta höfn er í karabíska hafinu. Margir Íslendingar hafa skipt við þá og láta vel af. Þeirra skútur eru allar nýlegar. Hún er trúlega með dýrari leigum.
Hún var stofnuð árið 1969 af Ameríkana. Að því er okkur skilst eiga þeir einnig Barefoot-leiguna. Nýlega munu þeir hafa sameinast/keypt Sunsail. Þannig að þá er ansi stór hluti leigubáta heimsins kominn undir einn hatt.

 


Sunsail
www.sunsail.eu
Önnur stór leiga sem leigir skútur víða um heim. Þeirra stærstu hafnir eru í Miðjarðarhafinu. Þessi er „breskari“ og býður heildarpakka, flug (frá London), skúta og gisting.

 


Barefoot
www.barefootyachts.com
Ódýrari skútuleiga. Þeirra skútur hafa sumar meiri reynslu.

 


Sailing Holidays
www.sailingholidays.com
Þessi breska leiga er með flota í Króatíu og Grikklandi.

 


Alba Sailing
www.alba-sailing.co.uk
Lítil skosk leiga með flota á fallegum stað á vesturströnd Skotlands.

 


Alaska Yacht Charters
www.charterbrokersofalaska.com
Fyrir þá sem þola illa hita þá er hér ein í Alaska.

 


Burin Yachting Club
www.burin.si
Þessi á heimahöfn í Adríahafinu en hefur skútur víða um heim á sínum snærum.

 


LateSail
www.latesail.com
Hér er svo síða sem tekur saman tilboð frá mörgum skútuleigum eða eins og stendur á síðunni þeirra: If you are looking for a last minute discounted bareboat yacht charter we offer all the best prices and discounts, from the leading charter companies.