Kjölbátasamband Íslands

/ mars 3, 2014

Fyrirlestur verður þann 3. mars 2014 í húsnæði ÍSÍ í Laugardal, 3. hæð.

Hann verður á hagnýtari nótunum. Fyrirlesarar eru þeir Markús Pétursson sem segir okkur frá hvaða heimavinnu við þurfum að vinna áður en lagt er af stað til annarra landa. Kona Markúsar sagði okkur frá hinni hliðinni í haust þegar við fengum lýsingu á daglegu lífi um borð. Þá segir Kristófer Óliversson frá því ævintýri sem hann og betri helmingur hans eiga í vændum. Þau koma til með að sigla með ARC rallinu frá Kanarí eyjum til St Lucia í Karabíska hafinu í haust. Þar er mikill undirbúningur í gangi og verður gott að fá frá fyrstu hendi upplýsingar þar um. Að lokum mun Egill Kolbeinsson segja frá reynslu sinni af skútuleigum bæði við Mallorca og St Vincents í Karabískahafinu.

Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.500 krónur – 1.000 krónur fyrir félagsmenn. Kaffi innifalið.

Næstu fundir:

7. apríl 2014

Telma Lind Tryggvadóttir og Adrien Boudin: Að smíða 44 feta catamara skútu á Íslandi.

Share this Post