Kjölbátasamband Íslands

/ ágúst 27, 2013

Brokey hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Kjölbátasambandi Íslands:

Aðalfundur verður haldin mánudaginn 2. september 2013, kl:20:00 í félagsheimili Siglingaklúbbsins Þyts að Strandgötu 88, Hafnarfirði.

Stjórnin

 

Lítið hefur farið fyrir Kjölbátasambandinu á undanförnum árum en upplýsingarnar hér fyrir eru teknar úr gamalli heimasíðu sambandsins, www.kjolbatasamband.com, sem liggur nú niðri.

KBÍ er félag seglskútueigenda og áhugafólks um seglskútusiglingar.

Félagið var stofnað 1982 og allir sem áhuga hafa á seglskútusiglingum hér heima eða erlendis geta orðið félagar en árgjöldum er stillt í hóf enda félagið ekki rekið í ágóðaskyni. Ársgjöldin fyrir starfsárið 2005 – 2006 er 2500 kr. Umsóknir um aðild berist í tölvupósti til ritara KBÍ.

Sambandið vinnur að útbreiðslu siglingaíþróttarinnar og sameiginlegum hagsmunum sambandsmanna.Félagsmenn eru um 140 – 150 talsins og eru karlar í miklum meirihluta og úr því þarf að bæta og eru stelpurnar hvattar til þátttöku í félaginu. Félagsmenn velja sér stjórn og er kosið til tveggja ára í senn.

 

Stjórn 2007 – 2008

Formaður: Halldór Jörgensson halldorj@microsoft.com
Varaformaður: Þorsteinn Björnsson thorstb@simnet.is
Ritari: Guðmundur Einar Jónsson gumbi99@visir.is
Gjaldkeri: Friðrik Friðriksson frfr@islandia.is
Meðstjórnandi: Orri Hilmarsson ranvhk@mmedia.is

 

Stjórn 2006 – 2007

Formaður: Hjörtur Grétarsson hjortur@hugis.com
Varaformaður: Sigurjón Hjartarson sos@hive.is
Ritari: Kristín Benediktsdóttir krb8@hi.is
Gjaldkeri: Kristján S. Sigurgeirsson kristjan@ils.is
Meðstjórnandi: Þorsteinn Björnsson thorstb@simnet.is
Varamaður: Friðrik Friðriksson frfr@islandia.is
Varamaður: Orri Hilmarsson rannvhk@mmedia.is

 

 

Starfsemi félagsins.
Starfsemin hefur að mestu verið þrískipt síðastliðin ár;

Yfir vetrarmánuðina frá desember til apríl hafa verið haldnir svokallaðir fræðslufundir. Fundirnir eru haldnir fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði. Ýmis málefni eru tekin fyrir á þessum fundum og eru fengnir fyrirlesarar bæði félagsmenn og eins aðrir til þess að fjalla um siglingatengd málefni, allt frá skemmtilegum ferðasögum og upp í ýmis praktísk atriði tengd siglingum.

Einnig hafa verið starfræktar nefndir á vegum félagsins sem tekið hafa til umfjöllunar málefni sem hafa verið ofarlega á baugi hjá siglingafólki. Þessar nefndir eru; Fræðslunefnd, ferða- og keppnisnefnd, öryggismálanefnd og útbreiðslunefnd. Stjórn félagsins ákveður verkefni nefnda í samráði við formenn þeirra.

Einnig hefur félagið staðið fyrir árlegri hópferð seglskúta frá Reykjavík til einhverra af höfnum landsins. Í fyrrasumar var keppt til Ólafsvíkur en í sumar er áætlað að sigla til Vestmannaeyja sem er án efa ein fegursta höfn landsins. Áætlað er að þessi ferð verði farin um mánaðarmótin júní – júlí og eru allir siglarar hvattir til þess að taka þátt.

 

 

Lög Kjölbátasambands Íslands.
1. grein: Nafn er Kjölbátasamband Íslands (KBÍ)

2. grein: KBÍ er samband kjölbátaeigenda og áhugafólks um kjölbátasiglingar og kjölbáta.

3. grein: KBÍ er landsamband með aðsetur í Reykjavík.

4. grein: KBÍ skal vinna að útbreiðslu íþróttarinnar og sameiginlegum hagsmunum sambandsmanna.

5. grein: Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en október ár hvert, og fundir í fyrstu viku hvers mánaðar frá október til apríl, að báðum mánuðum meðtöldum.

6. grein: Stjórnin skal skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara, meðstjórnanda og tveimur varamönnum og skal kosið til tveggja ára í senn. Á árum sem enda á oddatölu skal kjósa formann, ritara og varamann, en varaformann, gjaldkera, meðstjórnanda og varamann á ártölum sem enda á jafnri tölu.

7. grein: Stjórnin skal skipa eftirfarandi nefndir strax eftir aðalfund. Fræðslunefnd með þremur mönnum, ferðanefnd, keppnisnefnd, öryggismálanefnd og útbreiðslunefnd með tveimur mönnum hver. Stjórnin ákveður verkefni nefnda í samráði við formenn þeirra.

8. grein: Boða skal skriflega til aðalfundar með viku fyrirvara, fundur telst löglegur, ef löglega er til hans boðað. Aðalfundur kýs fundarstjóra. Fundarstjóri tilnefnir fundarritara. Fundarstjóri sker úr öllu sem snertir lögmæti fundarins, stjórnar umræðum, meðferð mála og atkvæðagreiðslum. Atkvæðagreiðslur skulu vera skriflegar ef einhver fundarmanna krefst þess. Til að lagabreytingar nái fram að ganga þarf 2/3 greiddra atkvæða.

9. grein: Á aðalfundi eru tekin fyrir þessi mál:

  1. Skýrsla formanns.
  2. Reikningar KBÍ lagðir fram, samþykktir af stjórninni.
  3. Lagabreytingar.
  4. Stjórnarkjör samkv. grein nr. 6.
  5. Árgjöld ákveðin.
  6. Önnur mál.

 

 

Share this Post