Kranadagur 15. okt

/ október 13, 2016

Það er góð veðurspá fyrir næstu helgi. Því verður híft í Gufunesi næsta laugardag 15. okt.
Verð fyrir hífingu og vatn (tankbíl) er 27.000 kr á bát (koma með pening).

Tímasetningar:

kl: 14:30 Mæting á Ingólfsgarð

kl: 15:00 Bátar tilbúnir í Gufunesi: Stína, Sigurvon, Margrét, Borgin, Röst, Flóin, Dúfa, Dögun
kl: 16:00 Bátar tilbúnir í Gufunesi: Stjarnan, Nornin, Ögrun, Elín Anna 

Til að hífingin gangi sem best fyrir sig þurfa allir að hjálpast að (engin fer heim fyrr en síðasti bátur er komin á land). Þegar kemur að hífingu þarf áhöfn og aðstoðarmenn að vera með á hreinu hvar trossurnar eiga að vera staðsettar, búið að losa bakstag og rekkverk ef þess þarf og binda löng skaut í stefni og skut. Gúmmíbáturinn okkar verður á staðnum til aðstoðar og til að ferja mannskap.
Best er að hafa einn mann á hverjum stroffuenda meðan þeim er komið fyrir. Passa þarf upp á að kranakrókurinn sé fyrir miðjum bát þegar híft er, svo bátur halli ekki í vöggu.
Verum með opið fyrir rás 6 á VHF. Tankbíll kemur svo með vatn eins og vanalega.

Kranadagur11.10.09 038

Share this Post