Kranadagur í blíðskaparveðri

/ október 7, 2007

{mosimage}


Það var ekki hægt að biðja um betra veður, glampandi sól og logn.


Það bar nú sosum fátt til tíðinda. Reyndar var verið að sigla rútum útí Viðey á sama tíma svo aldnir Bítlar þurfi ekki að þreyta lúin bein.

Ögrun tókst þó að fá 60 tonna kranann til að vega salt, ekki í fyrsta skipti.


Við þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg, eða eins og segir í textanum. „… Guð hjálpar þeim sem hjálpast að“.


Með kranadeginum er sumrinu formlega lokið. Nú setjumst við í sófann, lesum siglingabækur og -tímarit og látum okkur hlakka til næsta sumars. Þó á eftir að setja punktinn yfir i-ið með LokaBrokinu og verðlaunaafhendingum.


Hér eru nokkrar myndir sem Arnar á Liljunni tók. Við þökkum honum kærlega fyrir.



{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}

Share this Post