Kranadagur – pulsur og öl

/ október 3, 2013

Á laugardag, 5. október hífum við báta í Gufunesi. Kraninn kemur kl. 14 til að færa til ballest. Fyrsti bátur verður hífður kl. 15. Æskilegt er að fólk mæti í Gufunes upp úr kl. 14, en í síðasta lagi kl. 15. Hífingin kostar 23.000 kr. á bát og greiðist í reiðufé.

Eftirfarandi bátar verða hífðir en ekki í þessari röð: Borgin, Dögun, Elín Anna, Flóin, Músin, Nornin, Röst, Stjarna, Stjáni blái, Vissa, Ögrun og Ör. Hugsanlega einnig Dúfa.

Til að hífingin gangi sem hraðast fyrir sig þurfa allir að hjálpast að og aðstoða hina. Þegar kemur að hífingu þarf áhöfn og aðstoðarmenn að vera með á hreinu hvar trossurnar eiga að vera staðsettar, búið að losa rekkverk ef þess þarf og binda löng skaut í stefni og skut. Snúa skal skut að krana og hafa einn mann á hverjum stroffuenda meðan þeim er komið fyrir. Sérstaklega þarf að athuga að krókur sé beint fyrir aftan mastur en ekki til hliðar, til að spara tíma við að koma bát fyrir á undirstöðum. Gúmmíbáturinn okkar verður til aðstoðar og til að ferja mannskap í land. Tankbíll kemur með vatn kl. 16:30 svo hver áhöfn geti botnhreinsað sinn bát.
Samskipti verða á VHS rás 17, hafið því talstöðvar opnar.

Í ljósi reynslunnar frá seinasta vetri er lögð mikil áhersla á að allir bátar verði kyrfilega festir í steypuklossana sem komið verður fyrir milli báta. Eru menn hvattir til þess að gera það sem fyrst.

Gert er ráð fyrir að pulsur verði grillaðar þegar líða tekur á hífinguna. Síðan verður bjórkvöld á Ingólfsgarði frá kl. 21.

Share this Post