Kynningarfundur um siglingaþjálfun

/ desember 14, 2011

Siglingasamband Íslands stendur fyrir kynningarfundi um fræðslu og þjálfaramenntun.  Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 15. desember klukkan 20  í sal E á 3 hæð Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Anna Ólöf Kristófersdóttir lauk í haust námskeiði á vegum Alþjóða siglingasambandsins og Alþjóða Ólympíusambandsins um uppbyggingu siglingastarfs og menntun þjálfara.

Hún mun á fundinum kynna niðurstöður námskeiðsins og hvernig við getum bætt fræðslu og þjálfunarstarf innan siglingafélaganna, hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að hljóta alþjóðlega vottun á fræðslustarfi og fleira.

Fundurinn er opinn öllum stjórnarmönnum og þjálfurum siglingafélaganna sem áhuga hafa á þjálfunar- og fræðslustarfi  svo og uppbyggingu siglingaíþróttarinnar á íslandi. 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>