Kyrrlátt kvöld við hafið

/ júlí 1, 2009

 Hér eru nokkrar myndir frá rólegheitunum 30. júní.


 
Þrátt fyrir lognið og kannski þess vegna þróuðust mál þannig að bátar söfnuðust saman við Akureyjarrifsbauju. Þar myndaðist ákveðinn tappi eins og títt er um hringtorg. Þetta hringtorg var þó tekið réttsælis en ekki rangsælis eins og á malbikinu. 

 
Um tíma leit út fyrir að keppnisstjórn þyrfti að grilla pylsurnar á Akureyjarrifsbauju enda geysaði þar alræmt logn.
 
 
 
Einn eða tveir. Ekki vitum við hvort þeir snertust og það er ekki hægt að greina á myndinni hver er í hvorri áhöfn. Sýnist Aron vera við stýrið á Aquariusi og Björn Jörundur við stýrið á Xenu.
Þetta rauða er ekki kæruflagg heldur stórseglið á Xenu. 
 
 
 
… og … það er virkilega gaman að fá Aquarius aftur! 
 
 

 

Share this Post