Lady Ann

/ apríl 5, 2007

{mosimage}Eins og glöggir lesendur síðunnar hafa tekið eftir, þá settum við inn athyglisverðan link hér á síðuna.

Þetta er linkur á heimasíða áhafnarinnar á Lady Ann. Áhöfnina skipa þau Áslaug og Kári og hundurinn Kata. Á vefsíðunni birta þau pistla um siglingar þeirra um heimsins höf. Þau hafa lent í ýmsu á ferðum sínum. Sem betur fer er það flest skemmtileg en þó lentu þau í sjóráni í Venezuela eins og frægt er orðið. Þau segja frá öllu þessu á heimasíðu sinni, bæði í máli og myndum.

Nú eru þau á siglingu yfir Kyrrahafið til vesturs, frá Galapagoseyjum, einmitt í kjölfar Kríunnar.

Áður en þau héldu í siglinguna stóra hringinn áttu þau skútuna Paradís, Hunter Delta, 25 feta skútu sem nú er í eigu Nökkva á Akureyri.


Auk þess viljum við benda á linkinn á Veðurbloggið, vefsíðu Einars Sveinbjörnssonar. Þar fjallar hann um allt sem tengist veðri. Stórfróðleg og skemmtileg síða.

Share this Post