Laserar bónaðir

/ febrúar 14, 2011

Laserviðgerðaklúbburinn hefur hist reglulega í Nauthólsvík til að gera Laser-kænur félagsins sjóklárar fyrir vorið. Bátarnir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir snillingana í æfingahópnum að ná nýjum hæðum, en óldbojsklúbburinn hugsar sér líka gott til glóðarinnar að komast í þessi skemmtilegu siglingatæki þegar færi gefst. Klúbburinn hittist nú nokkuð reglulega á sunnudagsmorgnum, spjallar um menn og málefni, siglir ef veður leyfir en tekur annars til hendinni eftir því sem þurfa þykir. 


Þorgeir Ólafsson mundar hér bónvélina.

Nýir bailerar eru komnir í alla bátana.

Share this Post