Leiðrétt úrslit – Hátíð hafsins

/ júní 7, 2015

Þau leiðu mistök urðu við útreikning á úrslitum gærdagsins að ekki var notuð rétt forgjöf þegar tími Lilju var reiknaður. Nú er hins vegar búið að reikna úrslitin aftur og tvítékka útreikningana. Samkvæmt því telst áhöfnin á Lilju sigurvegari keppninnar. Við óskum Arnari skipstjóra og áhöfn hans til hamingju. Um leið biðjum við þau og alla hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum.

leiðrétt úrslit

leiðrétt úrslit

Eins og sjá má munaði ekki nema einhverjum sekúndum á efstu bátum og ljóst að við getum reiknað með því að siglingasumarið verður spennandi.

Share this Post