Létt jóla bjór kvöld

/ nóvember 16, 2011

Eftir kvöldmat (kannski uppúr 8) föstudagskvöldið 18. nóvember ætla siglarar að hittast í félagsheimili Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar á hinum margfræga Ingólfsgarði. Til stendur að kanna hvernig til hefur tekist með lögun jólabjórs þetta árið. Allskonar jólabjór á ofsalega fínu verði. Orðaforðinn mun samanstanda af orðum eins og: Siglingar – bjór – siglingar – Volvo Ocean Race – siglingar – hvernig hefurðu það? – siglingar – hvaða siglari gifti sig um daginn … bar það brátt að og hann svona ungur? – siglingar – þessi bjór er góður – siglingar – stjórnborði – siglingar – er það rétt sem ég heyrði að búið er að selja Xenu? – siglingar – þessi er betri – siglingar – bíddu, ertu að lúffa mig? – siglingar … o.s.fr. – siglingar

Allir siglarar, vinir þeirra og venslafólk velkomið! 

Share this Post