Léttjólabjórkvöld

/ nóvember 20, 2012

24. nóvember kl. 20.00 (takið kvöldið strax frá) ætla siglarar og áhugafólk um jólabjór að hittast í félagsheimili Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar á hinum margfræga Ingólfsgarði. (hvítir gámar, kannski sjást þeir ekki í myrkrinu, en þið reynið að rata). Til stendur að kanna hvernig til hefur tekist …

 
… með lögun jólabjórs þetta árið. Allskonar jólabjór á ofsalega fínu verði er í boði og eins og í fyrra þá mun Áki Guðni fræða menn og konur um allt það helsta um bjórframleiðslu (eftir öruggum heimildum þá hefur heyrst að boðið verður upp á smakk af algerlega nýrri tegund, „Bryggjubjór“, ætli þetta sé sullið sem hann bruggaði  á kynningunni í fyrra og núna kominn með á flöskur, spennandi!!!) og muninn á venjulegum bjór og jólabjór. Umræðan mun samanstanda af orðum eins og veður, skútur á hliðinni, skútur á hvolfi, Kjartan í sjónum, hvaða skúta datt á hverja, félagsheimilið, siglingar, mun Kristján formaður koma aftur heim kl. 05:30 um morguninn eftir bjórkvöldið  o.s.fr.  Skráning stendur yfir á facebook og á heimasíðunni undir nánar.
Allir (+20 ára) siglarar, vinir þeirra og venslafólk velkomið!
Share this Post