Léttjólabjórkvöld

/ nóvember 17, 2014

22. njolabjoróvember kl. 20.00 (takið kvöldið strax frá) ætla siglarar og áhugafólk um jólabjór að hittast í félagsheimili Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar á hinum margfræga Ingólfsgarði. Til stendur að kanna hvernig til hefur tekist með lögun jólabjórs þetta árið. Allskonar jólabjór á ofsalega fínu verði er í boði og eins og áður. Úlfur Hrjóbjartsson mun stjórna hinni geysivinsælu „Pub Quiz“ spurningarkeppni. Skipt verður í lið á staðnum og það lið sem vinnur fær óvænt verðlaun.

Skráning stendur yfir á facebook og á heimasíðunni undir nánar.

Allir (+20 ára) siglarar, vinir þeirra og venslafólk velkomið!

P.s. Heyrst hefur að Magnús Arason, nýkrýndur „Siglingamaður ársins“ verði á staðnum og muni gefa eiginhandaráritanir fyrir þá sem vilja.

1 Comment

  1. Takk fyrir skemmtilegt kvöld og fræðandi pub quiz 🙂

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>