Like á þriðjudag

/ október 4, 2011

 

Sex bátar tóku þátt í líklega síðustu þriðjudagskeppni sumarsins. Aquarius var líklegur til að sjá um keppnisstjórn með sóma. Brautin var þrjár pulsur sem líklega var bjartsýni. Líklega yrði brautin stytt, því líklega þryti vind. Líklega var það ástæða þess að aðeins ein pulsa var sigld í vindi sem líklega var að mestu norðaustanstæður og líklegur til að verða að engu. Ef sigld hefði verið önnur pulsa hefði líklega verið komið myrkur, líklega svartamyrkur. En það voru engar pulsur á grillinu þegar áhafnir komu í land því líklega var það Óli sem pantaði pizzur sem runnu líklega vel niður ásamt öli Óla. Óli hefur líklega verið kominn með nóg af pulsum. Óli er þar með líklega besti vert sumarsins. En líklega var það innsláttarvilla sem varð þess valdandi að hin sigursæla Día var lesin upp í fyrsta sæti, líklega þriðja þriðjudaginn í röð. Líklega hefur það verið áhöfnin á Sigurvon sem kom auga á villuna. Leiðréttingin hefur líklega fleytt Sigurvon í fyrsta sæti, líklega sanngjarn sigur það. Áhöfnin var líklega að mestu skipuð Liljumönnum sem líklega hafa verið sáttir með sigurinn. 

Ef smellt er á „nánar“ má líklega sjá nokkrar myndir frá keppninni og líkleg úrslit.

 
 
 
 
 
 
 
 

 

Share this Post