Lilja sigraði Lokamót kjölbáta 2008

/ september 13, 2008

Það var suðaustanátt og dumbungur. Fimm bátar mættu til leiks. Lokamót haldið af Ými. Siglt frá Reykjavíkurhöfn inn í Kópavogshöfn, þar sem bráðabirgðaaðsetur Ýmis er… (myndir)

 


Það hvessti þegar leið á keppnina og síðasti bátur yfir línu, Dögun, átti í nokkru basli með að stinga sér í gegnum endamarkið.

Lilja sigraði eins og áður sagði. XB var tæpri mínútu á eftir Lilju. Dögun var í 3. sæti, Ögrun í 4. sæti og Eva II í því 5. Tímana má sjá hér.
Án þess að hafa opinber gögn um málið, þá telst okkur til að Dögun hafi þar með tryggt sér Íslandsbikarinn með minnsta mögulega mun, aðeins 5 stigum á undan XB.

Áhöfnin á XB tekur við silfrinu.

Við óskum áhöfninni á Lilju til hamingju með gullið.

 

Share this Post