Lítill vindur – stutt braut

/ júlí 26, 2006

Stysta braut ársins var sigld í logninu í gærkvöldi. Það lofaði ekki góðu, um fjögurleytið bærðist ekki hár á höfði. En um kl. 18 gáraði hafflötinn. Það voru líka aðeins alhörðustu gárungarnir sem létu hafa sig út í þetta óveður. Fimm bátar ætluðu að sigla auk Músarinnar en Johnson sveik Eglu sem komst fyrir vikið ekki frá bryggju…


Nýja Bavarian, Dís, sem er nánast eins og Arían, sigldi með í fyrsta skipti. Það verður gaman að hafa hana með í komandi keppnum. Þær eru ekki ljótar, Bavaríurnar. Einnig sigldi Borgin, í fyrsta skipti í sumar.


Þessi litli vindur sem var hélst þó svipaður allt til enda með nokkrum hléum þó. Allir bátar náðu að klára keppni auk Músarinnar sem var á vappi um ytri höfnina. Á ytri höfninni var líka spíttari sem varð að sýna hvað hann getur siglt hratt framúr skútu. Öldurnar sem hann skapaði eru til að gera mann brjálaðann þegar vindur er svona lítill, „hægt“ verður „stopp“.


{mosimage}


Brautin var höfð í stysta lagi svo menn eygðu von að komast að landi. Eins gott!! Keppnisstjóri var reyndar búinn að teikna enn styttri braut, en keppendur vildu endilega sigla lengra. Það tók bátana um tvo tíma að klára brautina. Eins gott að brautin var ekki lengri. Það var í raun ótrúlegt að sjá hvað skúturnar þó sigldu.


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{moscomment}

Share this Post