Ljósadýrð á Menningarnótt

/ ágúst 19, 2008

{mosimage}

Líkt og fyrri ár munum við sigla ljósaskreyttum skútum við Sæbrautina á meðan flugeldasýningu Menningarnætur stendur.
Flugeldunum verður skotið upp af pramma aftan á varðskipinu sem mun liggja á sama stað og í fyrra. Á myndinni hér fyrir neðan (read more) sést staðsetning skipsins og það svæði sem ekki má sigla inná (200m frá skipi). Best er að halda sig mitt á milli skips og lands, þó heldur nær landi.

Ljósaseríur
Við viljum biðja menn að finna seríurnar. Þeir sem ekki hafa seríur og vilja skreyta sína skútu eru beðnir að skrá nafn sitt hér fyrir neðan og helst lengd (framstag + afturstag). Eins viljum við biðja þá sem hafa seríur og geta ekki siglt núna að skila þeim til stjórnarmanna svo aðrir geti nýtt þær. Þær eru illfáanlega þessar seríur.

Seríurnar er hægt að setja beint á rafgeyminn eða hvað annað sem gefur 12 Volt. Athugið að ef ekki kviknar á seríunni, prófið þá að skipta um pól. Serían virkar bara á annan veginn. Gott er að koma seríuinni upp vel í tíma. Óhætt er að kveikja á seríunum áður en lagt er úr höfn. (Seríurnar eru með díóðum sem eyða nánast engu rafmagni).

Blys
Björgunarsveitirnar munu útvega okkur blys, eitt á hvern bát. Blysunum verður dreift í félagsheimilinu um kvöldið. Flugeldasýningin hefst kl. 23:00 með einu skoti (ekkert ljós, bara hvellur). Þá um leið kveikjum við á neyðarblysunum. Passið bara að halda blysunum útbyrðis og undan vindi. Lesið leiðbeiningarnar á blysinu. Á sama tíma verður „foss“ á varðskipinu og slökkt verður á götuljósum við Sæbrautina. Blysin loga í um eina mínútu. Athugið að blysin verða sjóðandi heit. Gott er að hafa vatn (sjó) í fötu um borð til að kæla blysið. Þegar blysin brenna út hefst fjörið. Vinsamlegast skjótið ekki upp neyðarflugeldum.

Öryggi
Landhelgisgæslan í samvinnu við lögreglu og björgunarsveitir mun verða með öryggis- og eftirlitsbáta umhverfis skipið og prammann. Vöktun verður á rás 12 VHF og 16 VHF um borð í varðskipinu ef sjófarendur þurfa að hafa samband við það. Og munið að skipstjórinn á að vera allsgáður.

Opið hús
Til stendur að hafa félagsheimilið opið gestum og gangandi. Það verður opnað í síðasta lagi kl. 21:00. (Þeir sem hafa lykla að húsin geta að sjálfsögðu farið inn þegar þeim hentar). Á boðstólum verða vöfflur og önnur hressing (þó ekki þessi sem ekki má nefna. Það verður hver að sjá um eftir smekk). Undanfarin ár hefur skapast skemmtileg stemning og því um að gera að fjölmenna. Gott er að fylgjast með flugeldasýningunni frá félagsheimilinu fyrir þá sem ekki ætla á sjó.
Hlökkum til að sjá ykkur!

{mosimage}

Share this Post