Ljósanótt í Reykjanesbæ

/ ágúst 24, 2006

{mosimage}Eins og flestir vita verður hátíð í Reykjanesbæ, Ljósanótt, helgina 31. ágúst til 3. september. Að venju munu skemmtibátaeigendur af Reykjavíkursvæðinu sigla þangað.


Kjölbátasambandið ætlar að standa fyrir keppnum, fyrst á föstudeginum, keppni frá Reykjavík til Reykjanessbæjar og síðan svokallaðri hvalaskoðunarkeppni í léttum dúr á laugardeginum.

Heyrst hefur að nóg pláss verði við smábátabryggjuna við Duus-húsið. Einnig hefur heyrst að Sparisjóðir Keflavíkur og Reykjavíkur verðlauni siglara og bjóði til kvöldverðar.


Mikið verður um dýrðir við smábátabryggjuna, skemmtiatriði, tónlist o.fl.

Nánar má lesa um Ljósanótt hér


{moscomment}

Share this Post