Ljósanótt

/ september 8, 2008

Eins og öllum er ljóst var blásið til Ljósanæturkeppni s.l. föstudag. Þetta er augljóslega nokkuð löng sigling og má lítið útaf bera svo keppnin dragist ekki um þó nokkurn tíma. Það var einmitt í ljósi þess sem keppnisstjórn aflýsti keppni þegar sýnt var að keppendur kæmust ekki til þess ljómandi kvöldverðar sem Sparisjóðirnir bjóða til svo rausnarlega. Ljósumskreyttir bátar tóku að fylla smábátahöfnina rétt um það leyti sem vertinn var að slökkva undir pottunum. Ákveðið var að halda keppni um hinn glæsilega bikar eins fljótt og auðið verður.
Við þökkum Sparisjóðunum höfðinglegar móttökur. Ljósanótt er klárlega einn af hápunktum siglingasumarsins.
Hér eru nokkrar myndir:

Share this Post