Loftslagsfyrirlestur næsta þriðjudag

/ júní 28, 2017

Næsta þriðjudag eftir keppni, kl. 21:00, mun Dario Schwörer sem er á Íslandi ásamt konu sinni, Sabine, og fimm börnum þeirra um borð í skútunni Pachamama, halda fyrirlestur um ferðir sínar og loftslagsmál á Ingólfsgarði.

Dario og Sabine hafa ferðast um heimsins höf í 16 ár til að fylgjast með og vekja athygli á loftslagsbreytingum.

Share this Post