Lögreglan felur bátinn í hendur Brokeyjar

/ apríl 1, 2008

{mosimage}Gert hefur verið samkomulag við Lögreglustjórann á Höfuðborgarsvæðinu um yfirtöku á gæslubáti þeirra. Samkomulagið felst í því að báturinn verður við flotbryggu Brokeyjar allt árið en Lögreglan hefur aðgang að honum ef á þarf að halda. Einnig hefur stjórn Brokeyjar samþykkt að sinna löggæslu á hafnarsvæði Reykjavíkurhafnar, þar með talið ytrihöfninni. Það felst í því að láta menn blása þegar þeir koma í land eða eru á siglingu og elta…

uppi drukkna og eða próflausa skemmtibátasiglara. Er samkomulag þetta unnið í framhaldi af reglugerðarbreytingu um skemmtibátaskírteini. Umsjónarmaður bátsins verður enginn annar en Baldvin Björgvinsson sjálfur. Bátnum verður lagt við hlið báts Landhelgisgæslunnar um miðjan dag í dag. Við bendum á vefmyndavélina okkar til að skoða bæði skip og bát.

Share this Post