Lokamót kjölbáta – NOR

/ september 9, 2008

Tilkynning um keppni, NOTICE OF RACE (NOR)

13. september 2008

Siglingafélagið Ýmir heldur lokamót fyrir kjölbáta laugardaginn 13. september 2008 samanber mótaskrá SÍL. Keppnin veitir stig í keppni um Íslandsbikar kjölbáta.



1 Fyrirkomulag keppni
Keppni verður ræst móts við félagsheimili Brokeyjar, sigld stórskipaleið inn á Skerjafjörð, og síðan endað við Kópavogshöfn. Nánari lýsing á brautinni verður gefin á skipstjórafundi. Að lokinni keppni verður boðið upp á kaffi og meðlæti í félagsheimili Ýmis sem nú er staðsett við Kópavogshöfn, þar sem verðlaunaafhending mun fara fram.

2 Reglur
Keppt verður samkvæmt a) Kappsiglingareglum ISAF 2005 til 2008 b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL c) Kappsiglingafyrirmælum sem gefin verða á skipstjórafundi

3 Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.

4 Auglýsingar
Auglýsingar eru leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða Kappsiglingareglunum.

5 Forgjöf
Keppt verður skv. IRC forgjöf og skulu allir bátar framvísa gildu mælibréfi.

6 Skráning
Skráning skal fara fram með tölvupósti til keppnisstjóra á netfangið kjartan@rb.is og skal skráningu vera lokið fimmtudaginn 11. september kl. 21:00. Eftir þann tíma verður tekið við skráningum gegn hærra gjaldi.

7 Þátttökugjald
Þátttökugjald er kr. 1.500 pr. áhafnarmeðlim á keppnisbát. Kaffiveitingar að lokinni keppni er innifalin í þátttökugjaldi. Gjald fyrir þá sem skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur er kr. 2.000 á áhafnarmeðlim. Þátttökugjald skal greiðast í síðasta lagi á skipstjórafundi skv. 8. gr.

8 Tímaáætlun
Skipstjórafundur fer fram við félagsheimili Brokeyjar við Austurbugt, Reykjavík, laugardaginn 13. september kl. 10:00. Startað verður kl. 11:00.

9 Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn, ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd og skipulagingu mótsins firra sig allri ábyrgð á tjóni, hvort heldur muna- eða líkamstjóni, sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.

10 Verðlaun og verðlaunaafhendingar
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í mótinu.

11 Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar gefur Kjartan Sigurgeirsson í síma 691-2448 eða póstfang kjartan@rb.is

Kópavogi 8. september 2008,
Siglingafélagið Ýmir

Share this Post