Lokamót kjölbáta 2017

Lokamót kjölbáta 2017 haldið 2. september 2017

 1. Reglur
  Keppt verður samkvæmt:
  a.Kappsiglingareglum ISAF
  b.Kappsiglingafyrirmælum SÍL
  c.Kappsiglingafyrirmælum mótsins

  2. Auglýsingar
  Eftirfarandi takmarkanir eru á auglýsingum keppenda:
  Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té búnað.

  3. Þátttökuréttur
  Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.

  4. Skráning
  Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 fimmtudaginn 31. ágúst með tölvupósti á keppni@siglingafelag.is. Taka þarf fram nafn báts, nafn skipstjóra, fjölda í áhöfn með skipstjóra, seglanúmer, forgjöf og félag sem keppt er fyrir.
  Greiða skal þátttökugjald fyrir alla í áhöfninni með einni greiðslu inn á reikning 1135-26-6634 kt. 470576-0659 og senda kvittun á keppni@siglingafelag.is.

  5. Þátttökugjald
  Þátttökugjald á hvern áhafnarmeðlim verður kr. 1000. Kaffiveitingar verða að keppni lokinni, innifaldar í keppnisgjaldi.

  6. Tímaáætlun
  2. september:
  Skipstjórafundur kl. 9:00
  Viðvörunarmerki 9:55

  7. Mælingar
  Keppt verður samkvæmt IRC forgjöf og skal framvísa gildu mælibréfi fyrir alla báta.

  8. Kappsiglingafyrirmæli
  Siglingafyrirmæli verða afhent að morgni keppnisdags.

  9. Keppnisbraut
  Keppt verður frá Reykjavíkurhöfn og inn á Fossvog móts við félagsheimili Ýmis.
  Hafa skal eftirfarandi baujur á bakborða:
  Akureyjarbauja, Suðurnes, Lambastaðasker og Hólmur
  Hafa skal eftirfarandi bauju á stjórnborða:
  Kerlingasker

  10. Stigakerfi
  Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.

  11. Samskipti
  Bátar skulu ekki hafa samskipti með farsíma eða talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum. Keppnisstjórn notar rás 74 til samskipta.

  12. Verðlaun
  Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin og miðað við sex í áhöfn.

  13. Verðlaunaafhending
  Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Ýmis strax og úrslit verða ljós að lokinni keppni.

  14. Ábyrgð
  Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.

  15. Tryggingar
  Allir bátar skulu hafa gilda ábyrgðartryggingu gagnvart þriðja aðila.

  16. Frekari upplýsingar
  Frekari upplýsingar fást hjá Ólafi í síma 865 9717 eða með tölvupósti á keppni@siglingafelag.is

  Siglingafélagið Ýmir
  Naustavör 20, pósthólf 444, 202 Kópavogur
  Sími: 554 4148
  Kennitala: 470576-0659
  Banki: 536-26-6634
  Vefsíða: www.siglingafelag.is