Lokamót – úrslit og myndir

/ september 12, 2009

Í dag fór síðasta stórmót sumarsins, lokamótið, fram á sundunum við Reykjavík, í mishvassri sunnanátt. Sigld var ein umferð krókaleiðir kringum baujurnar og brautin var hugsuð þannig að allir hefðu nóg að gera allan tímann.

Það er skemmst frá því að segja að liðið á Xenu skaut öllum ref fyrir rass og stungu flotann af á beitileggnum frá Akureyjarbauju inn að Kirkjusandi. Þeir luku keppni ellefu mínútum á undan Ísmolanum sem háði harða keppni við Aquarius og Lilju. 

 Úrslitin urðu þessi:

Bátur
Seglnr. Skipstjóri
Forgjöf
Sigldur
Leiðréttur
Sæti
Xena   Aron Árnason 1.053 2:02:34 2:09:03  1
Dögun ISL1782 Þórarinn Á. Stefánsson 0.840 2:36:24 2:11:22  2
Lilja 2720 Arnar Freyr Jónsson 0.982 2:15:49 2:13:22  3
Aquarius ISL2667 Björn Jörundur Friðbjörnsson 0.998 2:14:21 2:14:04  4
Ísmolinn 2639 Gunnar Geir Halldórsson 1.041 2:13:24 2:18:52  5
Ögrun ISL9800 Guðmundur Gunnarsson 1.008 2:27:06 2:28:16  6
Sigurvon ISL9839 Ólafur Már Ólafsson 0.950 2:46:46 2:38:25  7

Það lítur þar með út fyrir að „Dögun United“ hafi tryggt sér tvennu annað árið í röð. Þeir hljóta að finna fyrir alveg ægilegri pressu…

Keppnisstjórabáturinn, Rauða eldingin, var þaulnýttur fyrst við fengum hann lánaðan úr Nauthólsvík. Halldór Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður, fylgdi bátunum eftir eins og skugginn með kameruna og tók upp margt ósegjanlegt klúður sem verður klippt saman í heimildarmynd næstu daga.

Myndirnar með þessari frétt eru skjáskot úr væntanlegum spennutrylli sem mun sannarlega fá hárin til að rísa, ef eitthvað er að marka kynningarmyndbandið sem sýnt var eftir keppni.

Svo var að sögn eitthvað af íþróttafréttariturum sem kíktu á keppnina þannig að vonandi verður umfjöllun um hana í fjölmiðlum næstu daga, enda einkar glæsileg keppni með fínstilltum áhöfnum eftir hreint magnað siglingasumar.

 

… nokkrar í viðbót og svo koma vonandi enn fleiri 

 

Share this Post