Lokamót

/ september 15, 2007

Margir voru mættir til keppni í morgun og ætluðu að taka þátt í Lokamótinu. Keppninni sem átti að hefjast klukkan 10 var fyrst frestað til klukkan hálf tólf. Það var svo hvasst að bátarnir komust ekki frá bryggju. Þegar líða fór að starti fóru nokkir bátar af stað en aðeins einn þeirra komst út úr höfninni og var tilbúinn til að starta. Það var Besta sem var við ráslínuna með framseglið rifið í druslur. Hinir bátarnir komu ekki út fyrir hafnarmynnið.

Keppnisstjórn ákvað að mótinu væri aflýst.

{mosimage}
Þessi mynd er ekki frá í dag en er einhvernvegin við hæfi.

Share this Post