London Boat Show Dagur 2.

/ janúar 12, 2008

{mosimage}Þá er öðrum degi lokið á sýningunni. Í dag fór tíminn meira í að skoða kænur og svoleiðis dót.


Skoðaðir voru, Laser í allskonar útfærslum og allskonar Topper bátar, ásamt Optimist og Bic. Ég var beðinn um það af aðilum á Íslandi að skoða einhverja skemmtilega báta, sérstaklega fyrir krakka. Það er niðurstaða okkar sem hér erum að Optimist verði alltaf fyrsta kennslutækið. Spurning hvortLaser Bug kemur til greina í staðinn fyirr Optimist. Opimistinn verður hins vegar strax leiðinlegur að sigla þegar maður er búinn að læra það.

Okkur finnst líklegast að Bic gæti hæglega komið til greina sem skemmtilegur bátur eftir optimistinn. Laser Pico hefur verið mikið notaður hjá Siglunesi og reynst ágætlega. En sennilega er Bic skemmtilegri að sigla, en líka meira krefjandi. Topper Topas varð fyrir valinu hjá SÍL og séð til þess að klúbbarnir fengu þá á góðu verði. Loks þegar krakkarnir verða stærri þá kemur fjölmargt til greina bæði hjá Topper og Laser. Til dæmis Laser Vago. Topper Vibe eða Mango. Frá Laser má líka fá ennþá skemmtilegri báta eins og 49er. Einnig má skoða tveggja skrokka báta sem eru til frá báðum þessum framleiðendum og öðrum eins og til dæmis Hobie.

Það fór minna fyrir því að skoða stórar skútur og því ekkert frá því að segja annað en að Trausti og Ásta eru að reyna að fá almennilegt tilboð í bát hjá Benetau.

Eftir að hafa skoðað spíttbáta og vélahluta sýningarinnar betur kom margt stórmerkilegt í ljós. Það sem stendur uppúr er rafmagnsmótor í staðinn fyrir vélina. Hver vill ekki losna við vélina úr miðjum bátnum, hafa bara hljóðlausan rafmótor og svo kannski generator einhversstaðar í bátnum þar sem hann er lítið fyrir.

Þessi sami mótor er notaður, nokkrir saman til að knýja 200 hestöfl í rafknúinn bát sem verið er að gera kláran í að setja hraðamet á rafknúnum bát.

Dagurinn endaði á því að fara í Volvo Ocean Race Simulator. Það var alveg stórkostleg upplifun að sigla í brjáluðu veðri, finna fyrir öllum hreyfingum en blotna ekki þegar aldan reið yfir bátinn.

Það er svo mikið af íslendingum hérna að maður hefur varla við að heilsa þeim. Hér með eru meðal annars nokkrar myndir af þeim flestum. Ásamt öðru merkilegu.

Hér er svo slóð á bestu landfestadempara sem hægt er að fá, og þeir eru líka ódýrastir- www.arolyth.se -þeir heita Bungy.

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Share this Post