Ingólfur snyrtir
Ákveðið hefur verið að senda Ingólf í snyrtingu og halda árlegan hreinsunar- og málningardag í dag, sunnudaginn 7. ágúst. Hafist verður handa kl. 13.
Milli kl. 15:30 og 16:15 mun Fjóla gjaldkeri taka á móti bryggjugjöldum og afhenda lykla.
Félagar fjölmennið, munið að margar hendur vinna létt verk. (Heitt verður á könnunni).
