Megaskúta úr Karíbahafinu við höfn í Reykjavík

/ maí 16, 2005

{mosimage}Megaskútan Hetairos liggur nú við gesta bryggjuna í Reykjavík. Skútan er 125′ að lengd og hefur lögskráningu á Cayman Eyjum við Karíbahaf. Hetairos keppti meðal annars í Antigua Classic Yacht Regatta árið 2002 og náði 2. sæti í tveimur „Spirit of Tradition“ flokkum, í öðrum á eftir Shamrock V og í hinum á eftir Veshelda. Hetairos er hönnuð af Bruce King og smíðuð af skipasmíðastöð Abeking og Rasmussen
í Lemwerder í Þýskalandi. Henni var hleypt af stokkunum árið 1993. Sjá myndir, og fleiri myndir. Hetairos siglir héðan á fimmtudaginn kemur klukkan fimm.

Share this Post