Meistarar ársins 2010

/ október 31, 2010

Uppskeruhátíð siglingafólks var haldin í gær, bæði hjá Siglingafélagi Reykjavíkur og Siglingasambandi Íslands.

Tvíburarnir Hulda og Hilmar eru siglingakona og siglingamaður ársins

Þau verða glæsilegir fulltrúar og fyrirmyndir þegar íþróttafólk úr öllum íþróttagreinum kemur saman

Hátíð brokeyinga hófst um miðja dag þegar kænusiglarar komu saman á Ingólfsgarði og gerðu upp sumarið. Myndin er af þeim glæsilega hópi sem æfir kænusiglingar hjá Siglingafélagi Reykjavíkur frá Nauthólsvík. Um kvöldið hittust svo siglarar frá öllu landinu í sameiginlegri uppskeruhátíð í sal Íþróttasambands Íslands. Það eru myndir af því hér fyrir neðan.

Glæsilegur hópur kænusiglara í Siglingafélagi Reykjavíkur, Brokey
 
Dögun tók Íslandsbikarinn með sér heim einu sinni enn
 
Annað sætið í Þriðjudagskeppnum hirti Aquarius liðið
 
Dögunargengið í þriðja sæti á þriðjudögum í þriðja skipti
 
Stínusnillingarnir tóku strandbikarinn með glæsilegum hætti
 
Mynd frá samkomunni

 

Share this Post