Menningarnótt – Myndir

/ ágúst 25, 2008

Hér eru nokkrar myndir frá menningarnótt. Myndhöfundur er Kristján formaður.
Menningarnótt tókst vel eins og alltaf, skútur voru þó mun færri en síðast, alla vega færri en seríurnar sem til eru. Trúlega hefur leiðinlegt veður haft þar áhrif á. En veðrið var orðið fínt um kl. 21, eins og alltaf! Flugeldasýningin var ein sú flottasta.
Eitthvað voru þeir taugaveiklaðir á gráa bátnum og ráku okkur nánast upp í harðaland. Þar var vart þverbátað fyrir alls konar flotum, allt frá sæþotum uppí hvalaskoðunarskip. Greinilegt að vinsældir þess að fljóta undir eldglæringum færist mjög í vöxt.

Share this Post