Menningarnótt – Varðskip – öryggissvæði

/ ágúst 17, 2007

Landhelgisgæslan vill stærra öryggissvæði á Menningarnótt en Hjálparsveitirnar sem skjóta upp flugeldunum og setja markið við 200m frá skipi. Á þessari mynd má sjá áætlaða staðsetningu varðskipsins og það öryggissvæði sem sjófarendur eru beðnir um að virða. Við verðum á milli lands og varðskips, þó heldur nær landi, bara eins og í fyrra.


Eða eins og segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni: Sjófarendum er óheimilt að koma nær og er einnig bent á að forðast hraðasiglingar í nálægð við öryggissvæðið. Landhelgisgæslan í samvinnu við lögreglu og björgunarsveitir mun verða með öryggis- og eftirlitsbáta umhverfis skipið og prammann. Vöktun verður á rás 12 VHF og 16 VHF um borð í varðskipinu ef sjófarendur þurfa að hafa samband við það.


{mosimage}

Share this Post