Myndir frá kranadegi

/ október 17, 2011

Það er eins og Músin hafi tyllt sér á Esju … en eigandinn skellti sér í sjóinn … óvart.

Kranadagur var óvenju seint þetta árið. Illa hefur viðrað til slíkra aðgerða þar til s.l. sunnudag. Dagurinn var tekinn snemma og veðrið vel þess virði að bíða eftir því, fallegt haustveður, bjart og hæglætis norðanandvari. Það gerir hífingu auðvelda að hafa stillt veður og því gekk hífing vel. Ekki skemmir þegar Siggi á Gúu stýrir hífingu. Það hjálpuðust allir að við að klára þennan dag með sóma. Ekki veitir af þegar hífa þarf vel á annan tug báta. 

 Lagt var af stað upp í Gufunes í dögun … og sumir í Dögun (hahahaha)

 Það er frábært að hafa gúmmítuðruna til aðstoðar.

 

 

 

 

 

 

 

Share this Post