Myndir frá kranadegi

/ maí 2, 2009

Það gekk á ýmsu þennan vindasama kranadag í Gufunesi. Sumir bátar lentu í vandræðum með vélar sem ekki höfðu verið ræstar allan veturinn og það vantaði tilfinnanlega léttabát til að draga þá til svo hífingin gæti gengið snurðulaust fyrir sig. Allt fór þó vel að lokum og allir skiluðu sér heim á Ingólfsgarð fyrir rest, sumir fyrir vél og aðrir fyrir seglum.

Hérna fyrir neðan er myndasafn frá viðburðaríkum degi:

{gallery}2009/KranadagurVor2009{/gallery}

 

Share this Post