Námskeið 2008
Námskeiðum ársins 2008 er lokið, en við leyfum þessu að standa þar til dagskrá námskeiða 2009 hefur verið ákveðin.
SIGLINGANÁMSKEIÐ 2008
Haldin verða námskeið fyrir krakka á aldrinum 10-14 ára og fullorðna. Mikil áhersla verður lögð á siglingaíþróttina á þessum námskeiðum. Eftir námskeið gefst tækifæri á reglulegum æfingum til skemmtunar eða keppni.
SIGLINGANÁMSKEIÐ – KRAKKAR
Kænur – virka daga kl. 17.00–19.00
Námskeiðstími: 5 dagar
Staðsetning: Brokey, Nauthólsvík
Kennt verður á Optimist og Topper Topaz báta.
Farið verður í helstu atriði hvað varðar siglingar, öryggisatriði og almenna sjómennsku.
Þetta námskeið er fyrir byrjendur sem og lengra komna.
Námskeið verða haldin eftirfarandi daga:
2. júní – 6. júní
16. júní – 20. júní
30. júní – 4. júlí
14. júlí – 18. júlí
28. júlí – 1. ágúst
11. ágúst – 15. ágúst
25. ágúst – 29. ágúst
Hámarksfjöldi: 15 þátttakendur.
Verð á námskeiðunum er 7.500 kr. (innifalið í verði er námsefni).
SIGLINGANÁMSKEIÐ – FULLORÐNIR
Kjölbátar – virka daga kl. 19.15 – 21.15
Staðsetning: Brokey, Austurbugt, Reykjavíkurhöfn
Kennt er eftir kerfi RYA Competent Crew, fyrsta stigi. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta siglt sem áhafnarmeðlimir á seglbát í vindstyrk allt að 10 m/s. Mikil áhersla er lögð á sjóhæfni, vinnu um borð, tæknilega hlið siglingaíþróttarinnar, öryggisatriði og almenna sjómennsku. Þetta er 10 tíma námskeið, fyrir byrjendur sem lengra komna.
Námskeið hefjast 15. apríl og eru haldin eftir samkomulagi.
Hámarksfjöldi: 6 þátttakendur Verð á námskeiðunum er 25.000 kr. (innifalið í verði er námsefni)
UNGLIÐAKLÚBBURINN BROKEY – ÆFINGAHÓPUR
Ungliðaklúbbur Brokeyjar er starfræktur af kænudeild Brokeyjar. Þau sem skrá sig í klúbbinn verða að hafa lokið a.m.k. einu námskeiði á vegum Brokeyjar eða hafa siglt áður. Við skráningu öðlast meðlimur rétt til æfinga og keppna á vegum Brokeyjar. Engin aldurstakmörk eru í klúbbinn. Gjald í ungliðaklúbb Brokeyjar er 15.000 kr. fyrir tímabilið.
Skráning
Skráning er hafin og ganga skal frá greiðslu við skráningu.
Tekið við skráningu í gegnum tölvupóst: skraning@brokey.is
Eða í síma 661 3804
Foreldrar eru hvattir til að skrá börnin tímanlega á námskeiðin og Brokey hvetur fullorðna til þess að skrá sig einnig tímanlega á sín námskeið.