Námskeið í sumar

/ maí 12, 2013

Nú er langþráð sumarið rétt handan við hornið og tilvalið að skella sér á siglinganámskeið hjá Brokey. Haldin verða sjö hásetanámskeið og það fyrsta hefst 20. maí. Kænunámskeiðin hefjast 10. júní. Hægt er að skoða dagskrá hásetanámskeiða hér og kænunámskeiða hér. Fyrir þá sem vilja heldur fá upplýsingar á pdf-formi er hægt að sækja plakat fyrir hásetanámskeiðin hérna og kænunámskeiðin hérna.

Við bendum á að í fyrra komust færri að en vildu svo það er þjóðráð að bóka sem fyrst.

Share this Post