Námskeið

/ maí 7, 2009

Á hverju ári stendur Brokey fyrir siglinganámskeiðum fyrir fólk á öllum aldri. Eftirfarandi er stutt lýsing á námskeiðum 2010 með tenglum í nánari upplýsingar og skráningarform.

Kænusiglinganámskeið

Haldin verða námskeið og æfingar fyrir krakka á aldrinum 10-15 ára. Mikil áhersla verður lögð á siglingaíþróttina á þessum námskeiðum. Eftir námskeið gefst tækifæri á reglulegum æfingum til skemmtunar eða keppni. Hvert námskeið er fimm dagar og er kennt frá 11:00 til 16:00. Fyrsta námskeiðið hefst 17. júní.

Nánari upplýsingar – Skráningarform

Æfingahópur á kænum

Æfingarhópur Brokeyjar er starfræktur af kænudeild Brokeyjar. Þau sem skrá sig í æfingarhópinn verða að hafa lokið a.m.k. einu námskeiði á vegum Brokeyjar eða hafa grunnþekkingu á kænusiglingum. Við skráningu öðlast meðlimur rétt til æfinga og keppni á vegum Brokeyjar. Engin aldurstakmörk eru í æfingarhópinn og hægt er að greiða fyrir þátttöku út tímabilið með frístundakorti Reykjavíkur. Æft er frá kl. 15:30 til 18:00 mánudag til fimmtudags.

Nánari upplýsingar – Skráningarform

Hásetanámskeið

Hásetanámskeið Brokeyjar eru verkleg siglinganámskeið á kjölbáta fyrir fólk á öllum aldri. Námskeiðið miðar að því að nemendur verði hæfir sem hásetar á seglbátum. Kennt er mánudags, miðvikudags og fimmtudagskvöld, samtals um 10 klukkustundir hvert námskeið. Fyrsta námskeiðið hefst 10. maí.

Nánari upplýsingar – Skráningarform

Share this Post