Námsstefna um heildarskipulag Gömlu hafnarinnar í Reykjavík

/ febrúar 12, 2009

Föstudaginn 13. febrúar kl 13:00 – 18:00 verður haldin námsstefna um hugmyndasamkeppni sem fjallar um Gömlu höfnina í Reykjavík.Fundurinn fer fram í Loftkastalanum við Seljaveg.

Fyrirlesarar úr hópi verkefnistjórnar kynna samkeppnina ásamt tveimur erlendum fyrirlesurum; þeim Karli Gustav Jensen, fyrrverandi þróunarstjóra Kaupmannhafnar-hafnar, og Jörn Walter skipulagsfræðingi frá Hamborgarhöfn kynna þróun og skipulagningu hafnanna í Kaupmannahöfn og Hamborg.

Að loknum fundi verða léttar veitingar og fólki gefst kostur á að spjalla við fyrirlesara og verkefnistjórn.

Öllum er heimill aðgangur að námstefnunni.

Þann 19. febrúar næstkomandi verður haldinn almennur borgarafundur í Loftkastalanum kl 17:00 – 19:00 þar sem verkefnisstjórnin mun kynna markmið samkeppninnar og tengsl Gömlu hafnarinnar við borgina.

Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Faxaflóahafna sf. undir „hugmyndasamkeppni“.

Brokey hvetur alla félagsmenn til þess að mæta og kynna sér samkeppnina og hugmyndir um framtíðarskipulag hafnarsvæðisins.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>