Nefbrotinn

/ febrúar 21, 2007

Já, það er ekki hættulaust að stunda ísbátasiglingar eins og við höfum reyndar alltaf vitað.
Stig hafði það af að sigla þráðbeint ofan í einu vökina á Hafravatni á þriðjudag. Tryllitækið var á nærri 60km hraða þegar óhappið átti sér stað. Í stuttu máli fór framskautinn undir ísinn og brotnaði neftrjónan af bátnum. Því miður var myndavélin með einhverja stæla og því ekki til mynd af þessu. Þetta sannar fyrir okkur einu sinni enn að þegar við förum að sigla þá ætti að vera „on board camera“ í gangi allan tímann. Nei, engin slys á mönnum. Í staðinn eru myndir af því hvernig fer þegar stærsti ísbátur í heimi fer af stað óumbeðinn.

{mosimage}

{mosimage}

Share this Post