Nói

/ maí 16, 2008

Þessi er að bíða eftir flóðinu eins og Nói forðum daga. Það hafa nokkrir íslendingar líka gert við Frakklandsstrendur. Það gerði Bestu-flokkurinn fyrir Paimpol-keppnina árið 2000.

Sumstaðar háttar þannig til að hafnirnar eru langt inni í landi. Þangað er aðeins fært á flóði og svo er skellt í lás þegar byrjar að fjara. Á fjöru getur höfnin verið nokkra kílómetra frá hafi.

Bestu-flokkurinn var á síðasta sjens, því byrjað var að fjara og hafnarstjórinn var um það bil að skella í lás. Skútan var djúprist og siglingamerki ekki á réttum stað. Því festist skútan í drullu. Það fjaraði undan þeim líkt og gaurnum á myndinni fyrir ofan.

Þá bíður maður bara eftir næsta flóði.

Share this Post