Nokkur bátanöfn við hæfi

/ desember 3, 2008

Heyrst hefur að ónefndur bátur sé kallaður Evra. Það er þá hægt að taka upp Evruna á strax næstu helgi. Ef bátur héti króna þá væri hægt að setja krónuna á flot og þjóðin tapaði ekki miklu ef hún sykki. Hægt væri að binda skútuna íslensku krónuna við skútuna norsku krónuna eða svissneska frankann eða japankst jen þessvegna. Íslenska krónan gæti verið léttabátur sem alltaf er bundinn stórskútunni dollar. Ah, það renna út úr manni fimmaurabrandararnir 😀

 

Share this Post