NOR – Hátíð hafsins 2015

/ júní 2, 2015

Siglingakeppnin „Hátíð hafsins“ verður haldin næstkomandi laugardag 6. júní 2015. Þessi keppni hefst að venju með látum. Startað er inni í höfninni, við Faxagarð undir drynjandi skothríð úr fallbyssum Landhelgisgæslunnar.
Sjá má nánari dagskrá á heimasíðu hátíðarinnar: www.hatidhafsins.is/

     11304551_868736199875592_720690197_n


Haldið af Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey

TILKYNNING UM KEPPNI OG SKRÁNING

1. Reglur
Keppt verður samkvæmt:
a) Kappsiglingareglum ISAF 2013 til 2017
b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c) Kappsiglingafyrirmælum mótsins

2. Auglýsingar
Eftirfarandi takmarkanir eru á auglýsingum keppenda:
Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té.

3. Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL. Ath. að kjölbátum sem skráðir eru sem dagbátar er heimil þátttaka.

4. Skráning
Skráningar skulu berast til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 4. maí á netfangið skraning@brokey.is eða með því að skrá athugasemd hér að neðan. Taka þarf fram nafn báts, nafn skipstjóra, fjölda áhafnarmeðlima, seglanúmer, forgjöf og félag sem keppt er fyrir.

5. Þátttökugjald
Ekkert þátttökugjald.

6. Tímaáætlun
Afhending kappsiglingafyrirmæla frá kl. 12:30 – 13:00. Skipstjórnarfundur í félagsheimili Brokeyjar á Ingólfsgarði kl. 13:00 Viðvörunarmerki kl. 13:55

7. Mælingar
Keppt er samkvæmt IRC-forgjöf og skulu allir bátar framvísa gildu mælibréfi fyrir keppni.

8. Kappsiglingafyrirmæli
Kappsiglingafyrirmæli verða afhent kl. 12:30 – 13:00.

9. Keppnisbraut
Keppt verður á sundunum við Reykjavík. Keppnisbraut verður kynnt á skipstjórnarfundi. Sigld verður ein umferð. Keppnisstjórn getur stytt braut meðan á keppni stendur. Tilkynning um slíkt fer fram í VHF-talstöð á rás 6. Ef ræst er innan Reykjavíkurhafnar er eðlileg stefna beint út um hafnarkjaftinn. Bátar skulu ekki lúffa (regla 11) eða beita kappsiglingareglum með öðrum hætti til að sigla í veg fyrir aðra eða neyða þá til stefnubreytingar að óþörfu heldur sigla beint út um hafnarkjaftinn og gefa öðrum rúm til þess sama. Þegar aftasti hluti aftara báts, báta sem skarast, er kominn út fyrir hafnarkjaftinn þá gilda kappsiglingareglurnar með eðlilegum hætti. Keppni verður ekki ræst ef vindur er undir 4 hnútum að meðaltali á keppnissvæði samkvæmt mælingum keppnisstjórnar.
Keppni verður ekki ræst ef vindur fer yfir 25 hnúta að meðaltali á keppnisvæði samkvæmt mælingum keppnisstjórnar.
Keppnisstjórn áskilur sér réttindi til að lækka þetta mark ef hitastig fer undir 10°C og eða ef öldur eru háar að mati keppnisstjóra.
Keppni verða ekki ræst ef skyggni kemur í veg fyrir að keppnisstjórn geti haft yfirsýn yfir keppnissvæðið.

10. Samskipti
Bátar skulu ekki hafa samskipti með farsíma eða talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum. Keppnisstjórn notar rás 6 til samskipta.

11. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin.

12. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.

13. Tryggingar
Hver bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu sem nær til þess tjóns sem orðið getur.

14. Verðlaunaafhending
Verðlaun verða afhent strax eftir lok keppni í félagsheimili Brokeyjar.

15. Veitingar
Eftir verðlaunaafhendingu verður boðið upp á vöfflur og kaffi í félagsheimili Brokeyjar.

16. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar veitir Jón Pétur Friðriksson í síma 694 2314 eða með tölvupósti á jp.fridriksson@gmail.com Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey Ingólfsgarði, 101 Reykjavík Sími: 895 5115

Share this Post